Jump to content

User:Moniadda

From Wikipedia, the free encyclopedia

Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir

Sigríður hefur að mestu búið á Austurlandi utan tíu ár sem hún bjó í Grundarfirði. Undan farin ár hefur hún verið fastagestur á Árlegu Útihátíðinni í Hvamminum. Hún hefur komið að tónlistarflutningi með ýmsum hætti þar sem hún hefur búið hverju sinni, sungið í kórum og sönghópum, spilað undir söng í félagsstarfi eldri borgara á Fljótsdalshéraði og séð um tónlistarflutning í Hjaltastaðarkirkju sem er í heimasveit Sigríðar. Eitthvað styðst hún við nótur en oftast spilar hún „eftir eyranu“.

Sigríður samdi fyrsta lagið þrettán ára en hóf ekki að semja lög fyrir alvöru fyrr en um þrítugt. Í sex ár stjórnaði hún Barnakór Egilsstaðakirkju og samdi þá lög fyrir kórinn. Voru það jólalög til að flytja á aðventu og jólum en einnig lofgjörðarvers sem kórinn flutti við kirkjulegar athafnir.

Árið 2008 komu sex lög Sigríðar út á geisladiski Sólveigar Björnsdóttur sem ber heitið Lífsins gangur. Sjálf gaf Sigríður út ellefu laga geisladisk árið 2016 er heitir Laufey.

Flestir textahöfundar sem Sigríður hefur átt samstarf við tengjast Austurlandi og eru þekktir í fjórðungnum fyrir vandaðan kveðskap. Einnig hefur hún átt samstarf við Einar Steinþórsson í Stykkishólmi. Þá hefur hún samið nokkur lög við sálmatexta úr Sálmabók íslensku kirkjunnar.

Nokkur lög Sigríðar af léttara tagi hafa verið flutt á tónleikum á Austurlandi og víðar. Þá hafa nokkrir sálma hennar verið valdir til flutnings við kirkjulegar athafnir.